Bjólfell, áberandi fjallshryggur, 443 m, suðvestan undir Heklu. Við fjallið eru bæirnir Næfurholt, Hólar og Haukadalur. Í Bjólfelli átti að vera bústaður tröllkonu, systur þeirrar sem bjó í Búrfelli og ætlaði að sjóða Gissur á Lækjarbotnum.