Bjólfur

Bjólfur, fjall, 1085 m hátt, við fjarðarbotninn. Heit­­ir eft­ir Bjólfi land­náms­manni sem fyrst­ur tók sér ból­festu í Seyð­is­firði. Í fjallinu á að hafa ver­ið hof að fornu. Snjó– og aurflóð hafa oft fallið úr hinum snarbröttu fjöllum er um­kringja bæinn. Snjóflóðavarnargarður er ofarlega í Bjólfinum. Frábært útsýni er af útsýnis­pöllum yfir bæinn. Jeppavegur er þangað ofan við Neðri–Staf, opinn frá miðjum júní.