Björg

Björg, ysti bær í Kalda­kinn, engja– og hlunn­inda­jörð. Þar end­ar þjóð­veg­ur­inn en þokka­leg­ur bíl­veg­ur er til sjáv­ar um 5 km leið. Það­an var tal­inn klukku­stund­ar­gang­ur út í Nausta­vík. Sæta þurfti sjáv­ar­föll­um og stillt­um sjó er geng­ið var norð­ur með Litlu­fjöru­bjargi fyr­ir Hell­is­flös út í Hellis­vík. Þar norð­an í þver­hnípt berg­ið skarst lang­ur hell­ir, ým­ist kall­að­ur Ágúls­hell­ir eða Þing­hell­ir. Þjóð­sag­an seg­ir að berg­ris­inn Ágúll byggi í hell­in­um. Á 17. öld bjó á Sandi í Að­al­dal Arn­ór gald­ra­mað­ur Ólafs­son og átti hann vin­sam­leg skipti við ris­ann. Ekki var vit­að með vissu hvað hellir­inn var lang­ur, hann var yf­ir­leitt hálf­full­ur af möl, en því var trú­að að göng væru innst úr hell­in­um inn í ann­an helli sýnu meiri en þar geymdi Ágúll gull­kistu sína. Upp úr 1970 fara að sjást ýms­ar breyt­ing­ar við vest­an­verð­an Skjálf­anda­flóa. Þar sem áður voru gengn­ar mal­ar­fjör­ur svarf nú sjór í bjargi og mörg göm­ul mann­virki á sjáv­ar­bökk­um eru að hverfa í haf­ið. Leik­mönn­um hef­ur dott­ið í hug að tengja þess­ar breyt­ing­ar þeim um­brot­um sem urðu í Þing­eyj­ar­sýsl­um á þess­um árum. Árið 1973 þvær allt laus­legt út úr hell­in­um og sá þá allt til botns, um 50 m, en eng­in reynd­ust nú göng­in til gull­kist­unn­ar og ann­að verra, göngu­leið­in norð­ur í Vík­ur var nú ófær með öllu. Var þá brugð­ið á það ráð að gera glugga á helli ris­ans; 10 m löng göng inn í hell­in­um innst. Var þetta til mik­illa bóta fyrstu árin en síð­an hef­ur geng­ið jafnt og þétt á fjör­una vest­ur að hell­in­um og leið­in nú ófær með öllu. Þeir sem þ­ang­að stefna ættu að leita sér leið­sagn­ar að Björg­um.