Blöndugil

Blanda, 125 km, og með lengri jökulám landsins. Kemur úr vestan­verð­um Hofsjökli að mestu og eru efstu kvíslarnar norðan undir Blá­gnípu. Nokkru innan við byggðina rennur hún í miklum og hrikalegum gljúfrum sem nefnast Blöndugil. Aðeins 2 brýr eru á Blöndu, við Blönduós og í neðanverðum Blöndu­­dal. Virkjun í Blöndu vígð 1991.