Bóla, þar bjó Hjálmar Jónsson (1796–1875) um allmörg ár og var síðan kenndur við kotið, enda má með nokkrum sanni segja að þar séu örlög hans ráðin. Þar var reistur minnisvarði honum til heiðurs fyrir tilstuðlan Skagfirðingafélagsins á Akureyri árið 1955. Annað alþýðuskáld 19. aldar, Einar Andrésson (1814–91), bjó þar um hríð. Fyrir ofan Bólu er stórhrikalegt og fagurt hamragil, Bólugil, í því margir fagrir fossar, hægt er að sjá suma frá veginum. Þar lagðist út Bóla ambátt frá Silfrastöðum, mjög illgjörn og ódæl. Hún lét greipar sópa um eignir bænda í nágreninu. Hún var síðar drepin af Skeljungi sauðamanni á Silfrastöðum, en hann varð síðar draugur á þeim bæ.