Bóla

Bóla, þar bjó Hjálm­ar Jónsson (1796–1875) um allmörg ár og var síðan kennd­ur við kotið, enda má með nokkr­um sanni segja að þar séu örlög hans ráðin. Þar var reistur minnis­varði honum til heiðurs fyrir til­stuðl­an Skagfirðinga­félagsins á Akureyri árið 1955. Annað alþýðu­skáld 19. aldar, Einar Andrés­son (1814–91), bjó þar um hríð. Fyrir ofan Bólu er stór­hrikalegt og fagurt hamragil, Bólugil, í því margir fagrir foss­ar, hægt er að sjá suma frá veg­inum. Þar lagð­ist út Bóla ambátt frá Silfra­stöð­um, mjög illgjörn og ódæl. Hún lét greip­­ar sópa um eignir bænda í nágreninu. Hún var síðar­ drepin af Skeljungi sauða­manni á Silfra­stöð­um, en hann varð síðar draugur á þeim bæ.