Bólstaðarhlíð

Bólstaðarhlíð, höf­uð­ból fornt og höfð­­ingja­setur, kirkjustað­ur. Við hana er kennd hin geipi­fjölmenna Ból­­­stað­ar­hlíðarætt. Sat hún í Ból­stað­arhlíð í 300 ár, 1528–1825. Síðastur þeirra ætt­manna þar var séra Björn Jónsson (1749–1825) sem átti níu dætur er allar gift­ust og mikill ættbogi af þeim öll­um. Í Ból­staðar­hlíð stóð fornt, hringlaga hlóðaeldhús, hlaðið úr torfi­ og grjóti, sem því miður var rifið 1960