Bolungarvík

Bolungarvík er ein elsta verstöð landsins, enda skammt til fiskimiða, en lending var þar erfið. Nú er þar góð höfn, mikil útgerð og fiskiðnaður. Náttúrustofa Vestfjarða og náttúruminjasafnið voru opnuð 1998. Fyrir framan félagsheimilið er minnisvarði um Einar Guðfinnsson (1898- 1985) og konu hans Elísabetu Hjaltadóttur (1900-1981). Einar var helsti athafnamaður staðarins í seinni tíð.

Bolungarvíkurgöng liggja undir Óshyrnu, Arafjall og Búðarhyrnu á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, en þau opnuðu 25. sept. 2010. Göngin leysa af hólmi Óshlíðarveg sem opnaði 1950.

p