Borgarfjörður, stuttur fjörður og breiður og samnefnd sveit upp af honum, um 10 km langur dalur, grösugur og búsældarlegur.
Fjallasýn mikil og fríð, hæst ber Dyrfjöll. Litauðgi fjalla og tilbreytni í formum mikil enda eru hér bæði líparít– og blágrýtisfjöll. Talsvert um fagra og fágæta steina en tínsla þeirra er með öllu bönnuð nema með sérstöku leyfi landeigenda.
Skemmtilegar gönguleiðir hafa verið stikaðar út frá Borgarfirði. Sjá