Borgarvirki

Borgarvirki, klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals sem sést vítt að um héraðið, 177 m y.s. Borgin er stuðlabergsstapi, 10–15 m hár og ofan í hann kringlótt dæld er opnast til austurs. Í skarðið hefur verið hlaðinn geysimikill grjótveggur og inngangur gegnum hann. Grjót hleðsl ur eru einnig víða á brúnum klettsins. Voru hleðslur þessar víða hrundar en voru gerðar upp á árunum 1949–50. Í dældinni eru tvær skálatóttir og brunnur. Enginn veit til hvers Borgarvirki hefur verið gert. Munnmæli herma að VígaBarði hafi gert það til varnar gegn her hlaupi Borgfirð inga, önnur munnmæli eigna það Finnboga ramma. Tilgáta er að það hafi verið héraðsvirki. Hringsjá.