Botnsfjall

Sleggjubeina, ár­spræna vest­ast í Breiðu­vík, fell­ur í djúpu, nær hring­laga gili, Rauðfeldargjá í Botnafjalli. Megin gjáin er há, grunn og mjög mikilfengleg. Hægt er að ganga langt inn í gjána síðari hluta sumars, þegar snjóa hefur leyst, en betra er að vera í vað­stíg­vélum og regnfatnaði vegna úða úr ánni. Ljósfæri eru óþörf því ofanbirta er í gjánni. Á aust­ur­bakka Sleggjubeinu eru tótt­ir vall­grón­ar af Gríms­stöð­um þar sem Sig­urð­ur Breið­fjörð (1798–1846) bjó um hríð, „kvað þar bög­ur sín­ar og spann gull tung­unn­ar í ör­birgð­inni“ (Helgi Hjörv­ar).