Bræðratunga, kirkjustaður og fornt höfðingjasetur. Þar bjó Ásgrímur Elliðagrímsson á söguöld, um skeið bjó Gissur Þorvaldsson þar, á 17. öld Gísli lögmaður Hákonarson (1583–1631), og síðar Magnús Sigurðsson (1651–1707) er frægur varð af málunum við Árna Magnússon prófessor, sem m.a. segir frá í Íslandsklukku Laxness.