Brattahlíð

Brattahlíð, eyðibýli, hét áður Eiríksstaðakot, en fékk nafið Brattahlíð þegar húsið sem þar stendur enn var reist þar 1905. Það kom oft fyrir að inn í bæjartorfuna voru byggð ný hús sem báru blandaðan svip tvennra tíma. Þessi hús voru oft kölluð framhús, enda komu þau í stað þess hluta torfbæjarins sem oftast var kallaður frambær.
Bærinn heitir Brattahlíð
byggt var þar upp slotið.
Áður hét það alla tíð
Eiríksstaðakotið.