Breiðabólsstaður

Breiðabólsstaður, kirkjustaður og prestssetur. Þar bjó um 1100 Hafliði Másson, mikill höfðingi. Undir umsjá hans hófst skrásetning laga á Íslandi 1117. Á Breiðabólsstað er minnisvarði frá árinu 1974 sem minnir á upphaf lagaritunar í landinu. Á Breiðabólsstað setti Jón biskup Arason prentverk sitt, um 1530. Ekki eru til bækur frá hans tíð og einungis tvær bækur frá Breiðabólsstaðarprentsmiðju, Passio og Guðspjallabók. Prentsmiðjan var um tíma eina prentsmiðjan á landinu.