Breiðadalsheiði

Breiðadalsheiði, milli Önundarfjarðar og Skutulsfjarðar, 610 m há og lengi einn hæsti fjallvegur landsins. Þar hafa oft orðið slys vegna snjóflóða. Akvegurinn opnaður 1936. Veggöng sem hafa verið gerð undir Breiðadals–og Botnsheiði gjörbreyta samgöngum á þessu svæði. Þau skiptast undir Botnsheiði og liggur annar armurinn þaðan til Súgandafjarðar en hinn til Önundafjarðar. Vegalengdin frá Tungudal við Ísafjörð að gatnamótunum í heiðinni eru 2km. Þaðan eru 3 km að gangaopinu í Botnsdal í Súgandafirði en 4 km að opinu í Breiðadal í Önundarfirði. Ak­fært er upp á heið­ina Sku­tuls­fjarð­ar­meg­in á góðum bílum.