Breiðamerkurjökull

Breiðamerkurjökull, skriðjökull ofan við Breiðamerkursand, hallalítill og ekki mjög sprunginn. Gekk næstum fram í sjó 1891– 92 en hefur dregist mjög til baka og lækkað síðan. Upp eftir jöklinum ganga miklar aurrákir og stefnir hin mesta þeirra á Esjufjöll, fjallbálk í Vatnajökli.