Breiðamerkursandur, sandflæmi orðið til af jökulám og skriðjökulságangi, milli Suðursveitar og Öræfa. Margar jökulár og kvíslar falla um sandinn. Sums staðar nokkurt gróðurlendi. Á Breiðamerkursandi eru aðalvarpstöðvar skúmsins hér á landi. Vestanvert á sandinum var allmikil byggð til forna en eyddist af ágangi jökla á 17. öld. Þar var Breiðá, bær Kára Sölmundarsonar, úr Njáls sögu.