Breiðamerkursandur

Breiðamerkursandur, sand­flæmi orð­ið til af jök­ulám og skrið­jök­uls­ágangi, milli Suð­ur­sveit­ar og Ör­æfa. Marg­ar jök­ul­ár og kvísl­ar falla um sand­inn. Sums stað­ar nokk­urt gróð­ur­lendi. Á Breiða­merk­ur­sandi eru að­al­varp­stöðv­ar skúms­ins hér á landi. Vest­an­vert á sand­in­um var all­mikil byggð til forna en eydd­ist af ágangi jökla á 17. öld. Þar var Breiðá, bær Kára Söl­mund­ar­son­ar, úr Njáls sögu.