Breiðavík

Breiðavík, vík og sam­nefnd­ur bær. Í Breiðu­vík eru þykk lög frá jök­ul­tíma. Þar fundust sumarið 2000 bæjartóttir frá landnámsöld. Hér er um mjög merkar minjar að ræða sem bíða nánari rannsóknar. Í Landnámu segir frá Böðólfi Grímssyni sem nam mikinn hluta Tjörness og hafa menn látið sér koma til hugar að hér sé fundið bæjarstæði hans, Böðólfskytja.