Breiðdalur

Breiðdalur, mest­ur dala í Aust­fjarða­há­lend­inu. Mik­ið und­ir­lendi yst upp frá Breið­dals­vík, en síð­ar klofn­ar dal­ur­inn í Norð­ur­dal og Suð­ur­dal, sem er víð­ari en um hann ligg­ur þjóð­veg­ur­inn. Víða í Breiðdal eru góðar göngu­leiðir. Fjöll há, hæst 1100–1200 m, mjög form­fög­ur og lit­­auð­ug vegna líp­ar­íts sem myndaðist á ter­tí­er­tíma í svo­nefndri Breið­dal­seld­stöð. Margir sér­kenni­leg­ir tind­ar og brík­ur. Víða skóg­ar­kjarr. Um miðj­an dal eru víð­áttu­mikl­ir mel­ar, gaml­ir mar­bakk­ar síð­an sjór náði inn í land­ið. Slík fyr­ir­bæri sjást víða á Aust­fjörð­um í mis­mun­andi hæð yfir sjó. Þónokkrir áningastaðir eru í dalnum.