Brekkukot, eyðibýli, þar ólst upp, og síðar á Jarðbrú, Jóhann K. Pétursson, Jóhann Svarfdælingur (1913–1984), en hann var um skeið hæsti maður heims, 234 cm og 163 kg. Jóhann sýndi í fjölleikahúsum um allan heim. Sérstök Jóhannsstofa er í byggðasafninu á Dalvík.