Brekkuþorp, gamall útgerðarstaður þar sem Ísak Jónsson byggði fyrsta íshús á Íslandi 1895. Þar er kirkja og skóli. Aðalatvinnuvegir eru sauðfjárrækt og fiskverkun. Þar var Þórarinn Jónsson tónskáld (1900–74) fæddur og uppalinn. Þaðan er Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum ráðherra (f. 1914).