Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll, fjalls­hrygg­ur í Reykja­nes­fjall­garði og hafa runn­ið það­an mik­il hraun allt suð­ur til Her­dís­ar­vík­ur. Eru mikl­ir hraun­foss­ar þar sem hraun­flóð­in hafa fall­ið suð­ur af há­lend­is­brún­inni. Áður var talið að hraun þessi væru síð­an fyr­ir land­nám en fund­ist hafa reið­göt­ur sem hverfa und­ir hraun­ið svo að sum hraun­in a.m.k. hljóta að vera yngri. Skot­inn W.G. Spence Pa­ter­son, sem var kenn­ari á Möðru­völl­um um tveggja vetra skeið en síð­an lengi bresk­ur ræð­is­mað­ur í Hafn­ar­firði, stóð fyr­ir brenni­steins­námi aust­an fjallanna en það fyr­ir­tæki bar sig aldrei. Al­fara­leið milli Hafn­ar­fjarð­ar og Sel­vogs lá um Grinda­skörð og aust­an Brenni­steins­fjalla að Heið­inni há, og svo það­an nið­ur hjá Urð­ar­felli, aust­an Hlíð­ar­vatns. Þarna eru góðar gönguleiðir, friður og ró.