Brunahraun

Brunahraun, eystri álma Skaftáreldahrauns. Klofnar í tvær álmur, hin eystri heitir Eldvatnstangi. Frá bænum Þverá er jeppavegur inn eftir Bruna­­hrauni, inn í Miklafell. Frá gangnamannakofa þar er stutt að ganga að skoðunarverðum leifum hins forna Hverfisfljótsgljúfurs (fyrir Skaft­ár­­elda 1783). Neðan Miklafells er jeppavegur, þó vondur sé, sem er inn á Fremra–Eyra og inn í Buga og allt inn að Laka þar sem hann er oft ófær fram á sumar vegna skafla.