Búðahraun, við Búðir, runnið úr gjallgíg, Búðakletti 88 m y.s. Inn undir hann gengur hellir sem þjóðsagan sagði að lægi alla leið til Surtshellis og væri gullsandur í botni. Búðahraun er frægt fyrir þroskamikinn gróður blómjurta og burkna. Fundist hafa þar 130 tegundir æðri plantna, sumar mjög sjaldgæfar. Friðland.