Búðir

Búðir, kaupskipalægi til forna, síðar verslunarstaður allt fram um 1930. Núverandi kirkja byggð 1847 og endurvígð 1987. Hótel endurbyggt af miklum myndarskap og opnað árið 2003 eftir að gamla hóetlið brann í milkum eldsvoða.

Mikið sóttur sumardvalarstaður í fögru og sérkennilegu umhverfi. Ein mesta skeljasandsfjara á Íslandi. Útsýn mikil og fögur.