Búlandshöfði

Búlandshöfði, geng­ur snar­bratt­ur í sjó fram með hamra­belt­um efst og neðst en skrið­um mið­hlíð­is.

Mik­ill far­ar­tálmi fyrr­um vegna bratta, ill­ræmd­ust var Þrælaskriða.

Í Bú­lands­höfða fann dr. Helgi ­Pjet­urss (1872–1949) merki­leg lög sæskelja og jök­ul­minja frá jök­ul­tíma í 135–180 m hæð yfir sjó. Var sá fundur lyk­ill að þekk­ingu manna á breyt­ing­um lofts­lags á ís­öld hér á landi. Sam­svar­andi lög hafa síð­ar fund­ist í fleiri fjöll­um þar vestra, Stöð, Kirkju­felli, Mýr­ar­hyrnu o.fl.