Búlandstindur, eitt hæstu og tígulegustu fjalla Austfjarða, 1069 m, rismikill og reglulegur í formum.
Austur af Búlandstindi gengur fjallsrani, Goðaborg , og er sagt að þangað upp hafi menn burðast með goð sín strax eftir kristnitökuna til þess að steypa þeim fram af fjallsgnípunni.