Búlandstindur

Búlandstindur, eitt hæstu og tígu­leg­ustu fjalla Aust­fjarða, 1069 m, ris­mik­ill og reglu­leg­ur í form­um.

Aust­ur af Bú­landstindi geng­ur fjalls­rani, Goðaborg , og er sagt að þang­að upp hafi menn burð­ast með goð sín strax eft­ir kristni­tök­una til þess að steypa þeim fram af fjalls­gníp­unni.