Dagverðarnes

Dagverðarnes, lítil kirkja frá 1934 er að Dagverðarnesi við samnefnt nes sem er mjög vog­skor­ið og fjöldi eyja fyr­ir landi. Kirkjan var byggð úr við eldri kirkju frá 1848. Húsafriðunarnefnd samþykkti árið 2009 að Dagverðarneskirkja skuli sett á skrá nefndarinnar yfir friðuð hús. Auður djúpúðga kom þar, er hún var að leita að öndvegissúlunum sínum og snæddi dögurð.