Dalvík

Frá Dalvík siglir Grímseyjarferjan Sæfari og heldur Grímsey, nyrstu byggð Íslands, í tengslum við fastalandið.Í miðbæ Dalvíkur er menningarhúsið Berg. Þar er mikið tónlistarlíf auk annarra fjölbreytilegra viðburða allt árið um kring. Fiskidagurinn mikli er haldinn næsta laugardag eftir Verslunarmannahelgi ár hver.Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk.

Byggðasafnið Hvoll er athyglisvert safn sem allir ættu að skoða, þar má m.a. sjá ísbjörn í fullri stærð og muni þekktra íslendinga eins og Jóhanns Svarfdælings sem var um tíma stærsti maður heims og Kristjáns Eldjárns forseta.