Deildartunga

Deildartunga, höf­uð­ból að fornu og nýju. Mæði­veik­in kom þar fyrst upp, frá inn­flutt­um kyn­bóta­hrúti, og því köll­uð Deild­ar­tungu­veiki. Mik­il yl­rækt.

Deildartunguhver, vatns­mesti hver á Ís­landi og jafnvel í allri Evrópu, 200 l/sek. af 100˚C heitu vatni. Það­an ligg­ur hita­veita til Borg­ar­ness, 38 km leið, og til Akra­ness, 60 km.

Við hverinn vex afbrigði af burknanum skolla­kambi (Blechnum spicant var. fallax), sem líklega er hvergi annars stað­ar til. Hann er friðaður.