Deildartunguhver

Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, gefur 200 lítra á sekundu af 100�C vatni. Leiða má líkum að því að vatnið sem kemur upp í Deildartunguhver hafi fallið sem regn á tímum Snorra Sturlusonar og hafi síðan hripað níður í berggrunninn og komist í snertingu við heita kviku á miklu dýpi og hafi hitað upp grunnvatnið sem að lokum hafi skilað sér í hvernum.

Hús á Akranesi og Borgarnesi eru hituð með vatni úr Deildartunguhver og er leiðslan til Akraness um 64 km. Vatnið er 78- 80 gráðu heitt þegar þangað er komið.

Mjög sjaldgæf tegund af burknanum skollakampa vex við hverinn.