Djúpalónssandur

Á Djúpalónssandi, milli Dritvíkur og Einarslóns, eru fjórir aflraunasteinar, nafnkunnir um allt Ísland. Á þeim reyndu vermenn afl sitt, og var aflraunin í því fólgin að koma steinunum upp á tæplega mjaðmarháan stall. Stærsti steinninn, Fullsterkur, vegur 154 kg og er afsleppur og erfiður viðureignar, fáir hefja hann á stall. Hálfsterkur vegur 100 kg, Hálfdrættingur 54 kg og Amlóði 23 kg. Enginn var skipgengur í Dritvík nema hann kæmi Hálfdrættingi á stall. Enn eru þessir steinar á sínum stað, nema Amlóði, sem er nú brotinn.

Á sléttri grundu, milli Dritvíkur og Djúpalónssands, er völundarhús, fornt mannvirki sem menn byggðu sér til dægrastyttingar og leikja þegar þeir dvöldust þar í landlegu á vorvertíðum.

Upplýsingaskilti er ofan göngustígs um Nautastíg, þar sem gengið er um að Djúpalónssandi, í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Frá sandinum er gönguleið yfir Suðurbarða í Dritvík og óafram norður í Hólahóla eða Sandhóla.