Djúpavatn

Djúpavatn, lítið stöðuvatn vestan við Sveifluháls. Þangað liggur vegur af Krýsuvíkurvegi vestan undir Vatnsskarði suður með Sveifluhálsi að vestan. Silungsseiði hafa verið sett í Djúpavatn og fleiri vötn á þessum slóðum.