Djúpavík, fyrrum kauptún, nú er þar ein fjölskylda á vetrum. Þar var síldarsöltun um allmörg ár og síldarverksmiðja reist 1934–35, sem lagðist niður þegar síldin hvarf frá Húnaflóa og Norðurlandi. Miklar minjar frá þeim tíma. Nú er þar hótel í uppgerðum íbúðarbragga. Í vélasal síldarverksmiðjunnar er sýning um sögu Djúpavíkur.