Drangshlíð

Drangshlíð, þar er drangur mikill í miðju túni, Drangurinn, undir honum penings­hús með fornu lagi. Sagt er að Grettir Ásmundarson hafi hrundið þessum kletti úr Hrútafelli. Á dranginum er mikil huldufólkstrú. Kvik­myndir­n­ar Hrafn­inn flýgur og Í skugga hrafnsins voru að hluta teknar þar.