Staðarbjörg, sérstaklega formfagurt og hljómmikið stuðlaberg í flæðarmáli Staðarbjargavíkur. Þar hefur kór haldið tónleika fyrir áheyrendur sem voru um borð í varðskipi fyrir framan björgin. Í Staðarbjörgum sá Guðjón Samúelsson þá fyrirmynd í náttúru landsins sem hann hafði lengi leitað að vegna Landakotskirkju. Þar fann hann form sem leysti vandann við styrktarsúlur kirkjunnar að utanverðu. Sagan segir að í loftskraut Þjóðleikhússins sæki hann fyrirmyndina annars vegar í Staðarbjörgin og hins vegar í Dverghamra á Síðu, í fæðingarsveit sinni.