Egilsá

Egilsá, skógarbýli í Norð­ur­ár­dal. Það­­an var vest­ur­ís­lenska skáld­­ið Krist­inn Stef­áns­son (1856–­1916) og þar bjó bónd­inn, skáldið, rithöfundurinn og fræðimaðurinn Guð­mund­ur L. Frið­finns­son (1905–2004). Hann ritaði m.a. stórmerkt rit, Þjóðlíf og þjóðhættir, um lífs­hætti genginna kynslóða sem lengi mun halda nafni hans á lofti.