Egilsstaðabær

Egilsstaðabær, þar tók að myndast þéttbýli 1944 með byggingu sjúkraskýlis fyrir Fljótsdalshérað. Kaupstaðarréttindi fékk hann 1987. Aðalatvinnuvegir á Egilsstöðum eru verslun, þjónusta og iðnaður.

Útivistarsvæði er í Selskógi meðfram Eyvindarárgili. Í Egilsstaðaskógi vex villt ösp. Við Gálgaás, skammt frá Egilsstaðakirkju var áður aftökustaður sakamanna og var þar þingstaður fyrrum.