Egilsstaðir

Egilsstaðir, stórbýli og gisti­stað­ur frá 9. tug 19. aldar en þá var byrjað að taka gjald fyrir gistingu þar. Þar varð sam­göng­umið­stöð eftir að Lag­ar­fljóts­brú var gerð 1905. Núverandi gistihús var byggt á árunum 1914–1920. Það hefur nýlega verið endurbætt verulega og er hið glæsilegasta. Myndarlegt kúabú er á Egilsstöðum og á sumrin eru kýrnar áberandi á túnunum nærri þéttbýlinu.