Eiðar

Eiðar, forn­sögu­frægt höf­uð­ból og skólasetur, kirkjustaður og prestssetur, barna­skóli, íþróttavöllur og samkomustaður fyrir héraðsmót. Bændaskóli var stofn­aður 1883 og breytt í Alþýðuskóla 1918 en hann var lagður af 1995 og sam­einaður Menntaskólanum á Egilsstöðum. Kennslu var hætt þar 1998. Allt Eið­aland milli þjóð­veg­ar og Lag­ar­fljóts var frið­að fyr­ir beit árið 1980. Birki­skóg­ur hef­ur vax­ið upp eft­ir frið­un sem hófst við Húsa­tjörn 1928. Skóg­rækt Rík­is­ins hef­ur um­sjón með skóg­­lend­inu. Göngu­stíg­ar eru um­hverf­is Húsa­tjörn­ina. Eiða­­vatn, all­stórt veiði­­vatn, í því skóg­ar­hólmi, Eiða­hólmi, með fjöl­breyti­leg­um gróðri. Þar varð­­veitt­ist birki­skóg­ur, leif­arn­ar af hin­um mikla Eiða­skógi til forna. Í forn­öld bjó þar Helgi Ás­bjarn­ar­son (sbr. Fljóts­dæla sögu). Á Eið­um eru brjóst­mynd­­ir af skóla­mönn­un­um Þór­arni Þór­ar­ins­syni og Þór­arni Sveins­syni. Í landi Eiða eru sum­ar­bú­stað­ir BSRB og Kirkju­mið­stöð Austurlands. Sumar­hótel er á Eiðum.