Einkunnir

Einkunnir, klettaborgir sem rísa upp af mýrlendi umhverfis. Frið­­lýst sem fólkvangur árið 2006, sá eini á Vesturlandi. Svæðið er 265 hektarar landi í eigu sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Landslag er fagurt og mjög víðsýnt frá Syðri–Einkunn. Skógur er vöxtulegur og dýralíf fjölbreytt. Aðgengi um fólkvanginn er nokkuð gott og hann mjög ákjósanlegur til útivistar.