Eintúnaháls

Hunkubakkar, þaðan var Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins (1887–1950). Þar hjá hefst leið (42 km) inn að Laka og eldstöðvum þeim sem við hann eru kenndar á Síðumannaafrétti. Leiðin liggur upp hjá eyðibýlinu Heiðarseli, á bakka Selár, en niðri í gljúfrinu er sérkennilegur foss, oft nefndur Slæðufoss. Þorbjörg Jónsdóttir (1903–2002) eiginkona Bruno Schweizer (1897–1958) var frá Hlíðarseli. Bruno, þýskur fræði­maður, ferðaðist um Ísland 1935–36 og tók myndir víða um land sem varpa einstöku ljósi á þjóðhætti á mestu umbrotatímum Íslands­sög­unnar. Myndir hans og minningar fylla 3ja bindi ritverksins Úr torfbæ inn í tækniöld. Innar liggur leiðin hjá eyði­býlinu Ein­túna­hálsi, yfir ána Stjórn, upp Hurðarbök, austur yfir Geir­landsá rétt á brún Fagra­foss, austur og norður um Mörtungusker, yfir Hellisá, skammt austan við Blágil, yfir á Galta og í Varmárdal. Leiðin er fær jeppum en Geir­landsá og Hellisá tálma umferð minni bíla.