Eiríksstaðir

Eiríksstaðir, eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns. Þar bjó Eiríkur rauði áður en hann fór til Grænlands og þar mun Leifur heppni fæddur. Sér þar enn til tótta, skála og smiðju. Þær eru nú friðlýstar. Fornleifarannsóknir hafa farið þar fram að undanförnu og sýna þær að tímatalið getur staðist ágætlega miðað við sögurnar. Rústirnar eru sýnilegar almenningi og í nágrenninu hefur verið reist svokallað „tilgátuhús“. Í því er reynt að sýna hvernig Eiríksstaðabærinn var þegar hann var í fullri notkun, m.a. er þar líkan af rúmstæði því sem Leifur fæddist í.Á Eiríksstöðum er stytta af Leifi eftir Nínu Sæmundsson..