Elliðavatn

Elliðavatn, stærsta stöðu­vatn í ná­grenni Reykja­vík­ur og sam­­nefnd­ur bær. Á 18. öld var stofn­að þar sauð­fjár­kyn­bóta­bú af sænsk–þýsk­um bar­ón, Hast­fer að nafni. Búið fór út um þúf­ur en með kyn­bóta­fénu barst fjár­kláð­inn til lands­ins. Bene­dikt Sveins­son sýslu­mað­ur bjó um skeið á El­liða­vatni. Þinga­nes eða Kross­nes heit­ir tangi í vatn­inu en árin 1981–85 fóru þar fram forn­leifa­rann­sókn­ir á veg­um Þjóð­minja­­safns­ins. Í ljós komu merk­ar minj­ar allt frá land­náms­öld en rann­sókn er þó ekki að fullu lok­ið.