Engelskagjá

Fontur eða Langa­nes­font­ur, ysta táin á Langa­nesi, allt um kring gyrt háum stand­björg­um. Við Font hafa orð­ið mik­il sjó­slys. Viti reist­ur þar fyrst 1910. Stutt frá vit­an­um er rauf í bjarg­ið, Eng­elska­gjá, og sagt er að þar hafi ensk­ir skip­brots­menn klöngr­ast upp en svo orð­ið úti á leið til bæja nema skip­stjór­inn. Nú er þar kross.