Fontur eða Langanesfontur, ysta táin á Langanesi, allt um kring gyrt háum standbjörgum. Við Font hafa orðið mikil sjóslys. Viti reistur þar fyrst 1910. Stutt frá vitanum er rauf í bjargið, Engelskagjá, og sagt er að þar hafi enskir skipbrotsmenn klöngrast upp en svo orðið úti á leið til bæja nema skipstjórinn. Nú er þar kross.