Ferstikluháls, á norðurbrún hans er grjóthrúga við veginn og á henni kross.
Þetta er sögð dys, í daglegu tali nefnd Erfingi. Sá er þar á að liggja er sagður hafa viljað bera þar beinin en valdsmenn heimiluðu það ekki. Þegar á hálsinn kom varð hestunum sem fluttu líkið ekki þokað lengra.