Erpsstaðir

Erpsstaðir, landnámsjörð Erps sem átti að foreldrum skoskan jarl og írska konungsdóttur. Þar er nú rekin alhliða ferðaþjónustubýli. Á bænum eru búnir til ostar, skyr og ís og selt beint til neytenda. Gestir búsins geta fræðst um landbúnað og lifnaðarhætti í sveitinni.