Eskifjörður, stuttur fjörður er gengur norður úr Reyðarfirði. Samnefndur þéttbýliskjarni er við norðanverðan fjarðarbotninn. Hlaut kaupstaðarréttindi 1786, en er nú hluti Fjarðabyggðar. Aðalatvinnuvegir; útgerð og fiskvinnsla.
Ný kirkja var vígð árið 2000, sérstaklega hönnuð með tónleika í huga og þar er Kirkjuog menningarmiðstöð. Í janúar 1942 var breskur herflokkur við vetraræfingar í fjöllunum ofan Eskifjarðar. Skall þá á ógurlegur hríðarbylur með hörmulegum afleiðingum. Fjölskyldan að Veturhúsum bjargaði 48 mönnum en 9 fórust. Spennusagan Harðskafi eftir Arnald Indriðason heitir eftir fjalli ofan við byggðina.