Eyjafjallajökull

Eyjafjallajökull, goskeila, 1666 m, svipmikill, 78 km2. Hefur gosið a.m.k. þrisvar svo sögur fari af, 1612, 1821–23 og 2010. Megineldstöðin Eyjafjallajökull er innan við miljón ára gömul og því enn á unglingsaldri. Jökullinn sem á fjallinu liggur er sjötti stærsti jökull landsins, um 80 ferkílómetrar að flatarmáli. Askja er í kolli eldfjallsins, um 2,5 kílómetrar í þvermál, og alla jafna full af ís. Norður úr öskjunni skríður Gígjökull niður á láglendi. Upp úr jökulhettunni standa nokkrir tindar og er Hámundur þeirra hæstur.