Eyjafjöll, sveitin frá Álum, skammt vestan Markarfljóts að Jökulsá á Sólheimasandi. Mestur hluti sveitarinnar er á sléttri landræmu, víða votlendri, gljá víða og sandar með sjó. Upp af flatlendinu rísa snarbrattar hamrahlíðar, 300–400 m háar, með fjölda lækja og fossa. Dalhvilftir ganga upp í fjöllin og falla eftir þeim jökulár, að baki rís Eyjafjallajökull.