Eyjafjörður, svo nefnist einu nafni allt héraðið innan Akureyrar, um 60 km langur dalur, breiður neðst en þrengist er framar dregur og sá hluti stundum kallaður Eyjafjarðardalur.
Gróðursæll og þéttbýll, enda mikil ræktun. Fjöll há og svipmikil, einkum að vestan. Eyjafjarðará, lygn, allvatnsmikil, lítil veiðiá.